Með höfuðáverka eftir bílveltu á Garðvegi
Ökumaður og farþegi voru fluttir á Heilbrigðisstofun Suðurnesja eftir bílveltu á Garðvegi í Berghólabeygjunni, skammt frá golfvellinum í Leiru, skömmu eftir miðnætti í nótt. Farþegi í bílnum hlaut höfuðáverka í slysinu og liggur á sjúkrahúsi.Ökumaður bifreiðarinnar fékk að fara heim að lokinni skoðun. Bifreiðin er ónýt og var flutt á brott með kranabifreið.