Með hníf og amfetamín
– hlýddi fyrirmælum lögreglu og vísaði á dóp í buxnavasa
	Lögreglan á Suðurnesjum handtók aðfararnótt laugardagsins karlmann sem var með hníf og amfetamín í fórum sínum. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, hafði verið að ota hníf að fólki fyrir utan skemmtistað.
	
	Þegar lögreglumenn komu á vettvang hlýddi hann fyrirmælum þeirra um að leggja hnífinn frá sér. Þegar verið var að leiða manninn að lögreglubifreið tjáði hann lögreglu að hann væri með fimm grömm af amfetamíni í buxnavasa sínum. Hann afhenti svo fíkniefnin í lögreglubifreiðinni.
	
	Þá stöðvaði lögregla akstur tæplega tvítugs manns, sem viðurkenndi strax neyslu fíkniefna. Sýnatökur staðfestu neyslu hans á kannabis.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				