Með heilahristing eftir fall
Föstudaginn 9. nóvember kl. 11:34 var tilkynnt um slys við Myllubakkaskóla í Keflavík. Ungur drengur hafði fallið aftur fyrir sig, 1,30 cm fall, yfir steypan kant við kjallaratröppur og lent á andlitinu. Drengurinn var fluttur á Sjúkrahús Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og var lagður inn að skoðun lokinni, en hann var með stóra kúlu á enni og mun hafa hlotið heilahristing.
Þann 10.11.kl. 05:00 var ökumaður stöðvaður við akstur grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Tæki og tól til fíkniefnaneyslu fundust í bifreiðinni og lítilsháttar af efnum, líklega hass.
Alls voru18 voru kærðir fyrir of hraðan akstur og fjórir fyrir stöðvunarskyldubrot auk þess sem 25 voru kærðir fyrir vanrækslu á aðalskoðun ökutækja.
Þann 10.11.kl. 05:00 var ökumaður stöðvaður við akstur grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Tæki og tól til fíkniefnaneyslu fundust í bifreiðinni og lítilsháttar af efnum, líklega hass.
Alls voru18 voru kærðir fyrir of hraðan akstur og fjórir fyrir stöðvunarskyldubrot auk þess sem 25 voru kærðir fyrir vanrækslu á aðalskoðun ökutækja.