Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Með hasskökur og pípu í Leifsstöð
Mánudagur 19. mars 2012 kl. 14:55

Með hasskökur og pípu í Leifsstöð

Tollgæslan stöðvaði erlendan ferðamann við hefðbundið eftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimmta tímanum í gær. Fíkneifnahundurinn Nelson hafði merkt manninn og við leit á honum fundust rúmlega þrjú grömm af meintu kannabisefni í sýnapoka. Þá reyndist hann vera með hasspípu í forum sínum, tvær hasskökur og lítinn poka með ætluðum kannabisfræjum.

Lögreglan á Suðurnesjum ræddi við manninn sem var að koma frá Amsterdam. Honum var gert að greiða tæplega 40 þúsund krónur í sekt fyrir kannabisefnið en hasspípan, kökurnar og fræin voru haldlögð og afsalaði hann því til eyðingar. Að því búnu hélt ferðalangurinn sína leið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024