Með fullfermi af loðnu í Helguvík
Loðnan veiðist í miklu magni en flotinn er af veiðum út af Reykjanesskaganum. Tvö loðnuskip voru við bryggju í Helguvík í gærkvöldi en hrognataka er hafin og því tekur mun lengri tíma að landa úr skipunum en þegar þau landa beint í bræðslu.
Unnið var að löndun úr Vilhelm Þorsteinssyni EA í ljósaskiptunum í gær þegar Víkurfréttir flugu yfir höfnina í Helguvík. Margrét EA beið löndunar á sama tíma.
Í nótt kom svo grænlenska loðnuskipið Tasiilaq GR til Keflavíkurhafnar og bíður þar eftir að komast að bryggju í Helguvík með loðnu í hrognatöku og bræðslu.
Myndina tók Hilmar Bragi með flygildi yfir Helguvíkurhöfn á sjöunda tímanum í gærkvöldi.