Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 1. ágúst 2000 kl. 19:00

Með fullan bíl af dópi

Lögreglan stöðvaði bifreið á Reykjanesbraut ofan við Innri Njarðvík sl. mánudag en í bifreiðinni voru sex góðkunningjar lögreglunnar. Við leit í bifreiðinni og á fólkinu fannst töluvert magn af hassi og amfetamíni. Fólkið var handtekið og flutt á lögreglustöðina í Keflavík til yfirheyrslu. Í framhaldinu var gerð húsleit í íbúð í Reykjanesbæ en þar fannst lítilræði af fíkniefnum og þýfi. Rannsókn málsins heldur áfram.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024