Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með frosnar Billy's pítsur í rassvösunum
Lögreglan hafði afskipti af viðskiptavini Bónuss sem var með litlar Billy´s pítsur í vösum sínum. Hann var líka með kjöt falið innanklæða.
Mánudagur 22. febrúar 2016 kl. 11:15

Með frosnar Billy's pítsur í rassvösunum

- Fingralangur viðskiptavinur í Bónus

Fingralangur viðskiptavinur sem heimsótti Bónusverslun í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum nýverið reyndist vera með litlar frosnar Billys pítsur í rassvösunum þegar afskipti voru höfð af honum. Einnig var hann með þrjá pakka af kjöti sem hann hafði falið innan klæða.

Maðurinn var með körfu í versluninni, sem hann tíndi vörur í og greiddi fyrir þær. Hann lér hins vegar ógert að greiða fyrir pítsurnar og kjötið, að andvirði á fimmta þúsund krónur. Hann viðurkenndi brot sitt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024