Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með fíkniefni og vopn í bílnum
Miðvikudagur 21. ágúst 2019 kl. 13:43

Með fíkniefni og vopn í bílnum

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í gærkvöld vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndist vera með meint fíkniefni í bifreiðinni. Um var að ræða hvítt efni svo og kannabis. Í bifreiðinni fundust einnig tveir hnífar og haglabyssuskot.

Fá fann lögregla kannabisefni í húsnæði í umdæminu þegar farið var í húsleit í gær að fenginni heimild.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í húsleit sem gerð var í fyrradag, að fenginni heimild, fannst svo umtalsvert magn af kannabisefnum.

Loks fann lögregla kannabisefni á eldhúsborði í heimahúsi, en þangað höfðu lögreglumenn verið kvaddir vegna heimilisófriðar.