Með fíkniefni og áhöld í umferðinni
Á föstudagskvöldið kl. 21:05 stöðvuðu lögreglumenn akstur bifreiðar á Njarðarbraut við Fitjar, vegna gruns um fíkniefnamisferli. Var ökumaður og ásamt tveimur farþegum færðir á lögreglustöð. Við leit í bifreið og á þeim handteknu fannst tóbaksbalanda af kannabis (hassi) á ökumanni. Að lokinni yfirheyrslu var fólkinu sleppt. Þarna var á ferðinni fólk á tvítugs aldri.Sama kvöld kl. 23:50 stöðvuðu lögreglumenn akstur bifreiðar á Flugvallavegi, vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við leit á ökumanni og farþegum fannst áhald til neyslu fíkniefna. Lagt var hald á það.