Með fíkniefni í sokknum og á heimilinu
Nokkurt magn fíkniefna fannst við húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði á heimili í Reykjanesbæ í gærkvöld. Meint amfetamín, MDMA og lyf fundust á víð og dreif í íbúðinni.
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að forsaga málsins sé sú að lögregla hafði handtekið húsráðandann áður vegna annars máls og að hann hafi þá verið með meint amfetamín í öðrum sokknum þegar hann var færður á lögreglustöð. Hann afsalaði sér því til eyðingar hjá lögreglu, sem og tveimur neyðarblysum sem hann var með á sér þegar hann var handtekinn.