Með fíkniefni í sígarettupakka
Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af karlmanni á fimmtugsaldri, þar sem hann var inni á skemmtistað í umdæminu. Grunur lék á að maðurinn væri með fíkniefni í vörslum sínum. Í sígarettupakka sem hann var með í jakkavasanum fannst hvítt efni, um þrjú grömm, sem talið er vera fíkniefni. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann viðurkenndi að hann ætti efnin, sem hann kvaðst hafa keypt skömmu áður.