Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með fíkniefni í nærbuxunum
Laugardagur 24. mars 2012 kl. 08:55

Með fíkniefni í nærbuxunum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af fimm ökumönnum í vikunni, sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir karlmenn, báðir á fimmtugsaldri voru færðir á lögreglustöð og annar þeirra sviptur ökuréttindum. Karl og kona um tvítugt voru einnig handtekin af sömu sökum. Loks hafði lögregla afskipti af tæplega þrítugum karlmanni sem var grunaður um fíkniefnaakstur. Við leit á honum fannst tóbaksblandað kannabis sem hann hafði falið í nærbuxum sínum.

Þá stöðvaði lögregla konu um þrítugt sem grunuð er um ölvunarakstur. Hún var handtekin og flutt á lögreglustöð.