Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með fíkniefnakokteil í blóðinu
Föstudagur 6. september 2013 kl. 13:18

Með fíkniefnakokteil í blóðinu

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann á fertugsaldri á Reykjanesbraut í vikunni vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Sá grunur reyndist á rökum reistur, því við sýnatökur kom í ljós að maðurinn hafði neytt kannabisefna, amfetamíns, metamfetamíns og kókaíns. Þá var ökutæki hans boðað í skoðun þar sem ljósabúnaður þess var í ólagi.

Maðurinn hefur margoft komið við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnabrota.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024