Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með eldgos í bakgarðinum í hálft ár
Jón Steinar Sæmundsson, ljósmyndari Víkurfrétta í Grindavík, tók meðfylgjandi mynd af eldstöðinni í Fagradalsfjalli um nýliðna helgi með þéttbýlið í Grindavík, nafla alheimsins, í forgrunni. 
Fimmtudagur 23. september 2021 kl. 09:42

Með eldgos í bakgarðinum í hálft ár

Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur staðið yfir í hálft ár en það hófst að kvöldi 19. mars. Í síðustu viku, skömmu fyrir hálfs árs afmælið, náði það einnig þeim áfanga að vera langlífasta eldgos á 21. öldinni þegar það hafði staðið í 181 sólarhring. Eldra met átti eldgosið í Holuhrauni sem stóð í 180 daga.

Eldgosið er í bakgarði Grindavíkur og frá því það hófst hafa yfir 300.000 manns lagt leið sína að gosstöðvunum. Gosið hefur hegðað sér á ýmsa máta frá því það hófst. Á dögunum tók það níu sólarhringa hvíld er hófst svo að nýju með miklu hraunrennsli í Geldingadölum. Mælingar sýna að í síðustu viku var rennslið að jafnaði um 16 rúmmetrar á sekúndu. Eldgosið tók sér aftur hvíld á sunnudag og var enn í pásu þegar Víkurfréttir fóru til prentunar síðdegis á þriðjudag. Allra augu eru á því hvað er að gerast í Geldingadölum en þar eru miklar hrauntjarnir. Ef þær bresta getur orðið mikið framskrið á hrauni niður í Nátthaga og jafnvel yfir leiðigarð og í Nátthagakrika.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024