Með eitt kíló af hassi innanklæða
Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn í Leifsstöð á laugardagskvöld eftir að tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann eitt kíló af hassi á manninum. Hann hafði falið efnið innanklæða. Þetta kemur fram á mbl.isAð loknum yfirheyrslum hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík var manninum sleppt. Hann játaði að hafa staðið að innflutningnum en neitaði að það hefði verið ætlað til sölu. Maðurinn mun ekki áður hafa komið við sögu fíkniefnamála.