Með Edduverðlaunahafa í vinnuna
– sjónvarpsþáttur á menningarlegum nótum í kvöld
Tólfti þátturinn af Sjónvarpi Víkurfrétta á þessu ári fer í loftið á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld kl. 21:30. Þátturinn er á menningarlegum nótum að þessu sinni en við förum víða til að fanga menninguna.
Í þætti kvöldsins fylgjum við Kristínu Júllu Kristjánsdóttur Edduverðlaunahafa í vinnuna. Við förum einnig á menningarviku í Grindavík, á æfingu fyrir hátíðartónleika Keflavíkurkirkju, skoðum krúttlega páskaunga í Myllubakkaskóla og heyrum í Jóhönnu Rut, sem fór með sigur af hólmi í söngkeppni Samfés á dögunum.
Þátturinn á ÍNN er kl. 21:30 í kvöld. Hann verður jafnframt aðgengilegur í háskerpu hér á vf.is síðar í dag.