Með dóp á Brautinni
Sérsveitarmenn lögreglunnar, með starfsstöð á Suðurnesjum, veittu athygli ökumanni og farþega í bifreið á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg um kvöldmatarleytið í gær. Voru þeir grunaðir um neyslu kannabisefna á meðan þeir óku eftir Reykjanesbrautinni. Var bifreiðin stöðvuð og þeir báðir handteknir. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig fundust um tvö grömm af meintu kannabisefni við leit í bifreiðinni.