Með dólgslæti við flugfreyjur
Ferðalag erlends karlmanns um fimmtugt var stöðvað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um hádegisbil í gærdag, eftir að hann hafði verið með drykkjulæti um borð í flugvél Norwegian Air, sem var að fara til Oslóar. Lögreglan á Suðurnesjum var kvödd í flugstöðina vegna þessa. Hafði maðurinn, að sögn áhafnar, verið með dónaskap og dólgslæti við flugfreyjur og tók flugstjóri þá kvörðun að hann fengi ekki að ferðast áfram. Þegar áfengisvíman var runnin af manninum fékk hann að fara með öðru flugfélagi til Oslóar.