Sunnudagur 1. janúar 2006 kl. 14:06
Með brotnar tennur eftir árás

Karlmaður óskaði aðstoðar lögreglu í nótt þar sem annar maður hafði skallað hann í andlitið, með þeim afleiðingum að tennur brotnuðu og neðri vör skarst talsvert mikið. Meintur gerandi fannst stuttu seinna og var hann með 4 cm skurð á enni. Hann gistir fangageymslu vegna málsrannsóknar. Báðir mennirnir voru ölvaðir.