Með blik í auga torg rís við Þjóðbraut
Tónlistarsaga Reykjanesbæjar heiðruð
Reykjanesbær hefur ákveðið að nýja torgið sem staðsett verður á Þjóðbraut verði nefnt Með blik í auga en torgið verður afhjúpað á Ljósanótt.
Með blik í auga er yfirheiti hátíðartónleika Ljósanætur í ár en undirskriftin er Hanakambar, hárlakk og herðapúðar. Tónleikarnir hafa slegið rækilega í gegn undanfarin tvö ár og því hefur verið ákveðið að heiðra tónleikana og tónlistarsögu svæðisins með nafngiftinni.
Að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar framkvæmdastjóra Umhverfis- og skipulagssviðs var ákveðið að falla frá hugmyndum um Parísartorg vegna fjölda ábendinga frá bæjarbúum.
„Okkur fannst það frábær hugmynd að tileinka hringtorgið hátíðarsýningu Ljósanætur enda er bæjarfélagið þekkt sem vagga tónlistar á Íslandi og þessar sýningar hafa verið hreint frábærar. Þannig vísum við í þennan menningaraf okkar og aldrei að vita nema að fleiri tónlistartorg rísi í bæjarfélaginu.“