Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með bilað stýri í innsiglingunni
Sandgerðishöfn. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 28. apríl 2014 kl. 09:14

Með bilað stýri í innsiglingunni

Skipstjóri á 7 tonna bát hafði samband við Landhelgisgæsluna kl. 13:27 í gærdag. Hann var staddur rétt utan við innsiglinguna til Sandgerðis. Stýri bátsins hafði bilað og var búið að varpa út akkeri. Óskaði skipstjóri eftir aðstoð við að komast inn til hafnar.
 
Haft var samband við bát sem var í um 2 sml fjarlægð, og var hann fenginn til að draga hinn bilaða bát til hafnar í Sandgerði. Kl. 14:04 voru báðir bátarnir komnir að bryggju í Sandgerði.
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024