Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með áverka á upphandlegg og sjóntruflanir eftir sprengingu í heimahúsi
Föstudagur 16. janúar 2009 kl. 21:38

Með áverka á upphandlegg og sjóntruflanir eftir sprengingu í heimahúsi

Eins og Víkurfréttir greindu frá fyrr í kvöld voru tveir fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir flugeldaslys í Grindavík fyrr í kvöld. Þarna höfðu tveir bræður, 10 og 17 ára, verið að útbúa heimatilbúna sprengju úr flugeldi sem heitir víti inni í herbergi eldri drengsins. Mikil sprenging varð í herberginu og brotnaði rúða við sprenginguna.

Atvikið var tilkynnt lögreglu kl. 18:34 og voru þegar sendir tveir sjúkrabílar á staðinn. Sprenging varð með þeim afleiðingum að flytja þurfti báða drengina á slysadeildina í Fossvogi. 

Eldri drengurinn var með áverka á upphandlegg og með sjóntruflanir en yngri drengurinn kvartaði undan brjóstverk. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024