Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 23. maí 2000 kl. 16:30

Með Ara Trausta um Reykjanesið

  Laugardaginn 27. maí verður farið í jarðfræði- og skoðunarferð með Ara Trausta Guðmundssyni um Reykjanesskagann á vegum Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Farið verður á áhugaverða staði eldvirkni, eldstöðva, hrauna og háhita og breytileg ásýnd umhverfisins skoðuð. Rúta fer frá Kjarna við Flug Hótel, Hafnargötu 57, Reykjanesbæ, kl. 09:00. Komið verður aftur milli kl.16 og 17. Öllum er heimil þátttaka. Verð kr. 2000. Gott er að hafa nesti með í för. Skráning fer fram hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í síma 421-7500 eða á heimasíðunni http://www.mss.is. Þeir sem eru skráðir hafa forgang.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024