Með amfetamín á náttborðinu
Lögreglan á Suðurnesjum var í fyrradag kvödd í íbúðarhúsnæði vegna veikinda rúmlega tvítugs karlmanns. Þegar inn var komið veittu lögreglumenn athygli poka sem lá á náttborði hans. Spurður viðurkenndi maðurinn að um fíkniefni væri að ræða og taldi það vera metamfetamín. Við skoðun á innihaldi pokans komu í ljós tvær minni pakkningar með hvítu efni.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				