Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Með 30 þotur í rekstri í sumar
  • Með 30 þotur í rekstri í sumar
Mánudagur 29. febrúar 2016 kl. 09:57

Með 30 þotur í rekstri í sumar

- Icelandair er stærsti atvinnuveitandi flugvirkja á Íslandi

Icelandair Technical Services hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Fyrirtækið hefur farið í gegnum ýmsar breytingar og teknar hafa verið ákvarðanir um uppbyggingu til að geta sinnt ört stækkandi flugvéla flota Icelandair.

Icelandair verður með 30 flugvélar í rekstri næsta sumar. Þar af eru 28 Boeing 757 og tvær Boeing 767.

Í flota Icelandair næsta sumar verða 2 x 767-300, 1 x 757-300 og 27 x 757-200, alls 30 flugvélar. Einnig sinnir fyrirtækið öðrum verkefnum fyrir erlenda og innlenda flugrekendur.

Icelandair er stærsti atvinnuveitandi flugvirkja á Íslandi með á þriðja hundrað flugvirkja í vinnu í ýmsum störfum, segir á vef Flugvirkjafélags Íslands.

Verkfræðideild, viðhaldsstýring, DOA, Icelandair Technical Training (ITT) og hluti annarrar skrifstofustarfsemi ITS á Keflavíkurflugvelli mun flytja í nýtt húsnæði Icelandair að Flugvöllum í Hafnarfirði.

Flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli verður tvöfaldað og verður það tilbúið til notkunar fyrir ITS sumarið 2017.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024