Með 200 Kannabisfræ í farangrinum
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni tæplega tvítugan karlmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að hann hafði reynt að smygla kannabisfræjum til landsins. Tollverðir stöðvuðu manninn, sem var að koma frá Berlín, í flugstöðinni og reyndist hann vera með rúmlega 200 kannabisfræ í fórum sínum. Hann var að færður á lögreglustöð og tekin af honum skýrsla.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.