Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

MDMA, kannabis og sterar fundust við húsleit
Mánudagur 21. janúar 2013 kl. 11:07

MDMA, kannabis og sterar fundust við húsleit

MDMA – fíkniefni, kannabisefni, sterar, sprautur og lyf fundust við húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Farið var í húsleitina á föstudagskvöld, að fengnum dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Efnin fundust víðs vegar í íbúðinni. Að auki fannst óopnaður 25 lítra Tuborg Grön bjórkútur. Grunur leikur á að um þýfi  sé að ræða og haldlagði lögregla kútinn því ásamt efnunum. Málið er í rannsókn.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024