Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

MBL: Orkuveitan að kaupa hlut í HS?
Föstudagur 29. júní 2007 kl. 12:33

MBL: Orkuveitan að kaupa hlut í HS?

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun í dag ræða um hugsanleg kaup á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja hf.

Morgunblaðið hefur eftir forstjóra OR í dag að nokkrir hluthafar í HS hafi leitast eftir því að Orkuveitan kaupi af þeim hluti. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun kaupverðið vera um 7 kr. á hlut, en það er um 5% yfir því gengi sem Geysir Green Energy bauð í hlut ríkisins á dögunum. Þótti mörgum það tilboð þó ansi ríflegt þegar það var gert opinbert.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og stjórnarformaður HS, sagði í Morgunblaðinu að honum þætti OR vera að reyna að komast bakdyramegin inn í Hitaveituna. Reykjanesbær, sem er stærsti hluthafinn í HS með um 40% eignarhlut, hafi ekki fengið veður af þessum áætlunum Orkuveitunnar fyrr en í gær.

Þá setur hann einnig spurningamerki við fyrirhuguð kaup þar sem fyrirtækin eru í beinni samkeppni á orkumarkaði.

www.mbl.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024