Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Max á leið í sólina
737 Max-þotur Icelandair hafa staðið aðgerðalausar á Keflavíkurflugvelli frá því í mars sl. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 10. október 2019 kl. 16:18

Max á leið í sólina

Tveimur af Boeing 737 Max-þotum Icelandair verður flogið til Spánar í fyrramálið. Brottför er áætluð um klukkan níu en ákvörðun um brottför verður tekin út frá veðurhorfum á morgun.

Áætlað er að þær sex Max-þotur sem eru á Keflavíkurflugvelli fari utan á næstu dögum og verði geymdar í sólinni á Spáni þar til leyfilegt verður að taka vélarnar aftur í notkun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Upphaflega stóð til að geyma vélarnar í Frakklandi en fallið hefur verið frá því vegna leyfismála.

Strangar reglur gilda um flutning vélanna. Aðeins verða tveir reynslumiklir flugstjórar og flugmenn um borð. Þá eru reglur um flughæð og hraða.

Ástæður þess að vélarnar verða fluttar frá Keflavíkurflugvelli er að veðurskilyrði eins og rigning og selta fara ekki vél með flugvélar í geymslu.



Íslensk veðrátta fer ekki vel með Max-þoturnar. Vætra og selta eru óvinir flugvéla.