Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mávagerið streymir til landsins
Föstudagur 10. apríl 2009 kl. 22:04

Mávagerið streymir til landsins


Farfuglar eru teknir að streyma til landsins. Heyra má lóuna syngja snemma á morgnana og einnig er tjaldurinn kominn í hópum, sem einhverjir vorboðar séu nefndir. Þá eru mávar farnir að streyma til landsins og hafa komið sér víða fyrir í stórum hópum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Miðnesheiði fyrr í dag þar sem mátti sjá stórar breiður af mávum, þúsundir fugla saman. Hérna höfðu þeir komið sér fyrir við gamlan vegarslóða og flugu upp í einum hóp þegar bíll ljósmyndarans nálgaðist. Fuglarnir sem sjást á meðfylgjandi myndum voru aðeins lítill hluti þeirra fugla sem mátti sjá en þeir fylltu svæði á stærð við marga fótboltavelli.
Ljósmyndir: Guðbjörg Grétarsdóttir
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024