Matvöru í tveimur innkaupapokum stolið úr bifreið
Síðdegis á miðvikudag hringdi kona til lögreglunnar í Keflavík og kvaðst hafa verið að koma úr versluninni Samkaup eftir að hafa verslað þar. Hafi hún verið á bifreið sinni og stöðvað smástund við hús á Vatnsnesvegi þar sem hún brá sér inn stutta stund. Var bifreiðin ólæst. Er hún kom aftur voru tveir Samkaupspokar með varningnum sem hún hafði keypt í Samkaup horfnir úr bifreiðinni. Voru það matvæli að verðmæti rúmlega sjö þúsund krónur. Vitni kvaðst hafa séð konu um tvítugt taka Samkaupspokana úr bifreiðinni. Hafi hún verið með millisítt hár og karlmaður verið í för með henni.