Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Máttur hugans
Mánudagur 23. október 2017 kl. 14:16

Máttur hugans

-Fræðsluröð Heklunnar og Kaupfélags Suðurnesja

Við eigum okkur öll drauma og markmið en hvernig náum við þeim?
 
Matti Ósvald markþjálfi og heilsufræðingur mun fjalla um mátt hugans og hvernig er best að setja sér markmið svo við náum árangri.

Fyrirlesturinn er liður í fræðsluröð Heklunnar og Kaupfélags Suðurnesja 2017/18 og er aðgangur öllum opinn. Fundurinn er haldinn á morgun, þriðjudaginn 24. október á 5. hæð í Krossmóa 4 kl. 12 - 13:00.
 
Hann hefur einstaka trú á fólki og að það búi sjálft yfir því sem þarf til að komast að sínum besta eða betri áfangastað. Hann skorará fólk að vera meira og meira það sjálft í öllu því sem það mætir í daglegu lífi og á vinnustað.
 
Matti Osvald hefur margra ára reynslu í heilsuráðgjöf og lausnarmiðuðu hugarfari þegar kemur að lífsstíl og markmiðum einstaklinga og liðsheilda. Fundurinn er haldinn í fundarsal á 5. hæð Krossmóa 4 og eru allir velkomnir. Boðið verður upp á létt hádegissnarl og kaffi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024