Matti Óla, Guðbjörg Glóð, Elma Rún dansari og íslenskunemar í MSS í Víkurfréttum vikunnar
Það er heldur betur fjölbreytt og skemmtilegt blað frá Víkurfréttum í þessari viku. „Þetta er bara eins og tímarit,“ sagði gestur á ritstjórn blaðsins sem fékk að fylgjast með vinnu við blaðið.
Í blaðinu er ítarlegt viðtal við Matta Óla. Hann segir okkur frá lífsreynslunni sem fylgir því að lenda í sjávarháska. Einnig rifjar hann upp umferðarslys þegar hann velti flutningabíl með 40.000 lítrum af bensíni í Hestfirði fyrir vestan.
Guðbjörg Glóð er í viðtali við blaðið en hún er ein af fjölmörgum sem hafa sagt sögu sína í hlaðvarpsþáttunum Góðar sögur.
Elma Rún Kristinsdóttir er í dansnámi á Spáni. Hún er í viðtali við Víkurfréttir í þessari viku.
Marta Eiríksdóttir kynnti sér íslenskunám fyrir útlendinga hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Elvar Már Friðriksson er í viðtali á íþróttasíðum blaðsins.
Fastir liðir eins og Aflafréttir og Lokaorð eru á sínum stað. Einnig menntapistill og þá birtir Gylfi Guðmundsson, fyrrverandi skólastjóri, magnaða draugasögu í blaðinu.
Í ferðalagi okkar um 40 ára sögu Víkurfrétta höfum við viðkomu í Tímariti Víkurfrétta frá árinu 2007 og skoðum þar gamlan og góðan Benz.
Við sýnum ykkur myndir af bátaflota í Bryggjuhúsi, nýju skipulagi þar sem gamla slökkvistöðin stendur og fjölmargt fleira.
Rafræn útgáfa blaðsins er hér að neðan. Prentuð útgáfa verður komin á dreifingarstaði á hádegi á miðvikudag.