Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mátti bíða á rauðu ljósi í fjórar mínútur
Sunnudagur 19. nóvember 2023 kl. 02:55

Mátti bíða á rauðu ljósi í fjórar mínútur

Damian Gawryluk er örugglega þolinmóður ökumaður. Hann ætlar a.m.k. ekki að láta stöðva sig fyrir það iðju að fara yfir á rauðu ljósi. Damian var á ferðinni um Skólaveg í Keflavík nú í nótt og mátti gjöra svo vel að bíða í heilar fjórar mínútur á rauðu ljósi á gatnamótum Skólavegar og Hringbrautar. Það var ekki fyrr en hann fór út úr bíl sínum og ýtti á hnapp fyrir gangbrautarljósin að hann fékk grænt ljós og komst yfir.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi umferðarljós láta svona. Kannski er maðurinn á bakvið tjöldin sem stýrir ljósunum í bænum sofandi á þessum tíma. Hver veit?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024