Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 31. júlí 2002 kl. 09:24

Matskýrsla Hitaveitu Suðurnesja liggur frammi til kynninga

Víkurfréttum hefur borist fréttatilkynning frá Hitaveitu Suðurnesja þess efnis að matskýrsla Hitaveitunnar - Jarðhitanýting á Reykjanesi liggur frammi til kynninga á hinum ýmsu stöðum. Hægt er að nálgast hana á
Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík; Þjóðarbókhlöðu, Reykjavík; Bókasafni Reykjanesbæjar; Bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar og á Bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar.

Frestur almennings til að senda inn athugasemdir til Skipulagsstofnunar lýkur þann 9. ágúst.
Athugasemdir vegna matsskýrslu skal senda til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hægt er að senda inn athugasemdir með tölvupósti. Senda skal á [email protected] og [email protected].
Frekari upplýsinga um framkvæmd og matsskýrslu er hægt að fá hjá [email protected] og [email protected], auk þess sem matsskýrsla er aðgengileg á heimasíðu Hitaveitu Suðurnesja www.hs.is. og www.vso.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024