Matarúthlutun á morgun
	Fjölskylduhjálp Íslands á Suðurnesjum verður með matarúthlutun á morgun, miðvikudag, í Grófinni 10 C í Reykjanesbæ frá kl. 16 til 18. Úthlutunin er vanalega á fimmtudögum en þar sem hann ber nú upp á sumardaginn fyrsta, þá er úthlutunin degi fyrr.
	
	Á morgun verður einnig fatamarkaður hjá Fjölsklylduhjálpinni í Grófinni. Þar má fá fatapokann á 500 krónur og rennur ágóðinn til starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				