Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 4. júlí 2001 kl. 13:49

Matarlyst/Atlanta eldhús kynnir vöruþróunarverkefni - tilbúnar skólamáltíðir

Vöruþróunarverkefnið „Skólamatur fyrir leik- og grunnskóla“ var kynnt á Gaflinum í Hafnarfirði í gær en hér er á ferðinni frumkvöðlastarf hjá Matarlyst/Atlanta eldhúsi í samvinnu við Impru, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja á Iðnstæknistofnun. „Sveitarfélögin í landinu geta  sparað stórfé með því að gefa börnum kost á heitri máltíð í skólanum. Ávinningurinn er síðan ekki hvað mestur í betri nemendum en allar kannanir sem gerðar hafa verið segja svo ekki verður um villst að vel nærðÐ börn eru rólegri, með betri huga við námið og halda  betri einbeitingu“, segir Axel Jónsson.
Skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur segir heita máltíð fyrir nemendur hafa haft mjög góð áhrif en skólinn bauð upp á þá þjónustu í fyrsta sinn á nýliðnu skólaári og hafi haft sitt að segja í besta vetri í samskiptum við unglinga, í sögu skólans. Einnig hafi þessi tilraun komið mjög vel út fjárhagslega fyrir sveitarfélagið. Fjöldi nemenda sem fékk heitan mat þrefaldaðist frá hausti og fram á vor. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að framhald verði á samstarfinu við Matarlyst/Atlanta og líklega munum við óska eftir aukinni þjónustu þegar skólinn hefst í haust“, segir Gunnlaugur.
Upphaf verkefnisins má rekja til ársins 1990 þegar Axel Jónsson, var formaður skólanefndar Grunnskóla Keflavíkur en þá kviknaði hugmynd hjá honum þegar var verið að breyta skólanum í heilstæðan skóla en Axel hafði reynslu af vinnu við flugmat fyrir flugfélagið Atlanta.
Þegar Impra, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja á Iðntæknistofnun kom að málinu fór það á verulegan skrið. Framundan er frekari kynning á vörunni og þjónustunni sem er einstök hér á landi.
Nýjustu rannsóknir telja að vera  barna hjá sálfræðingum muni minnka mikið með breyttu matarræði. Þetta kom m.a. fram í fréttum frá Danmörku nýlega en þar er vannæring mikið vandamál hjá börnum og unglingum.
Matarlyst / Atlanta ehf. í Reykjanesbæ hefur framkvæmt þessar lausnir hjá nokkrum sveitarfélögum á Suð-vesturhorni landsins með góðum árangri, lausnir sem gætu jafnframt sparað sveitarfélögum mikla fjármuni í þeirri uppbyggingu sem til þarf, til að leysa þessi mál. Skólamáltíðir eru þáttur sem kemur upp í einsetningu skóla og því þarf að vera hægt að bjóða upp á hollan og næringaríkan mat í skólum þegar viðvera barna er þar frá morgni og fram á miðjan dag.
Matarlyst / Atlanta sótti um styrk til Nýsköpunarsjóðs á s.l. ári og fékk styrk sem fólst í því að Impra, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja á Iðnstæknistofnun sá um verkstjórn á verkefninu.
„Tilgangur verkefnisins er að koma með einfaldar lausnir í afgreiðslu næringaríkra skólamáltíða til skólanemenda í hádeginu. Um leið höfum við tekið sjónarmið bæjarfélagana inn í verkefnið hvað varðar kostnað við uppbyggingu eldhúsana sjálfra og reksturs þeirra. Stór þáttur í þessu máli hér á landi er hversu mikill uppbyggingarkostnaður og rekstrarkostnaður er fyrir sveitarfélög að koma þessari þjónustu á fót. Við teljum að sveitarfélög geti sparað verulega með því að bjóða tilbúin mat í stað þess að gera hann í skólaeldhúsum sem eru mjög mis útbúin og fæst til þess gerð að útbúa mat fyrir hundruð nemenda. Við höldum því fram að skólamáltíðir séu forvarnar- og heilbrigðismál og þar af leiðandi sparnaður fyrir alla aðila“, sagði Axel og bætti því við að Ólafur Sæmundsson  næringarfræðingur væri ráðgjafi fyrirtækisins og sér um alla útreikninga varðandi næringarinnihald matseðla okkar enda leggjum við mikla áherslu á að vera með hollan og næringaríkan mat.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði á kynningarfundinum að Matarlyst/Atlanta eldhús ætti heiður skilið fyrir þetta frumkvöðlastarf í þessu verkefni og vonaðist til að sveitarfélög tækju því vel.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024