Mastur fauk í Þorbirni - sjónvarp næst ekki um loftnet í Grindavík
Eitt af útsendingamöstrum fyrir sjónvarp á fjallinu Þorbirni fauk niður í vikunni og því næst ekki sjónvarp í gegnum loftnet í Grindavík sem stendur.
Á vef RÚV segir að ekki er unnt að reisa annað mastur og lagfæra að svo stöddu vegna veðurs. Stefnt er að því að fara við fyrsta tækifæri, eða þegar veður leyfir, og útlit fyrir að laugardagurinn geti gengið.
Hægt er að nálgast útsendingar RÚV í gegnum RÚV appið og vefinn ruv.is.