Marteinn Jón Árnason fyrrum bóksali látinn
Marteinn Jón Árnason, fyrrverandi bóksali í Bókabúð Keflavíkur lést 14. janúar sl. Marteinn ólst upp hjá ömmu sinni og afa í Keflavík frá 5 ára aldri, þeim Margréti Jónsdóttur húsfreyju, og Þorsteini Þorsteinssyni kaupmanni að Hafnargötu 18. Marteinn lauk hefðbundnu skólaskyldunámi og útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands árið 1942. Hann starfaði við verzlunar- og skrifstofustörf í Keflavík á árunum 1942-1965 ásamt því að sinna bókhalds-og framtalsaðstoð samhliða daglegum störfum. Árið 1965 keypti hann Bókabúð Keflavíkur og rak ásamt eiginkonu sinni til ársins 1989. Marteinn sat á því tímabili í stjórn Innkaupasambands bóksala.
Marteinn sat í bæjarstjórn Keflavíkur 1958-1962 og gegndi fjölda trúnaðar- og nefndarstarfa fyrir bæjarfélagið. Hann sat í stjórn Sparisjóðsins í Keflavík, þar af sem formaður stjórnar í 7 ár.
Marteinn tók þátt í margvíslegum félagsstörfum, sem voru honum mikils virði. Hann var einn af stofnendum Skátafélagsins Heiðabúa, Stangveiðifélags Keflavíkur, Lionsklúbbs Keflavíkur og Oddfellowstúkunnar Njarðar í Keflavík. Marteinn var virkur félagi í Sjálfstæðisfélagi Keflavíkur.
Eftirlifandi eiginkona Marteins er Elín Ólafsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn. Útför Marteins fór fram frá Keflavíkurkirkju 22. janúar sl. Að ósk hins látna fór hún fram í kyrrþey.
Marteinn sat í bæjarstjórn Keflavíkur 1958-1962 og gegndi fjölda trúnaðar- og nefndarstarfa fyrir bæjarfélagið. Hann sat í stjórn Sparisjóðsins í Keflavík, þar af sem formaður stjórnar í 7 ár.
Marteinn tók þátt í margvíslegum félagsstörfum, sem voru honum mikils virði. Hann var einn af stofnendum Skátafélagsins Heiðabúa, Stangveiðifélags Keflavíkur, Lionsklúbbs Keflavíkur og Oddfellowstúkunnar Njarðar í Keflavík. Marteinn var virkur félagi í Sjálfstæðisfélagi Keflavíkur.
Eftirlifandi eiginkona Marteins er Elín Ólafsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn. Útför Marteins fór fram frá Keflavíkurkirkju 22. janúar sl. Að ósk hins látna fór hún fram í kyrrþey.