Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Marta á Grænlandsjökli: Barist í gegnum þungt færi
Miðvikudagur 6. júní 2007 kl. 09:40

Marta á Grænlandsjökli: Barist í gegnum þungt færi

Grindvíkingnum Mörtu Guðmundsdóttur og ferðafélögum hennar gengur vel á leið sinni yfir Grænlandsjökul, en ferð þeirra hófst 21. maí.

Marta fór í þessa ferð til að vekja athygli á forvörnum gegn brjóstakrabbameini og til að selja póstkort til að styrkja rannsóknir á krabbameini.

Í gær þriðjudag skrifar Marta á síðu sinni:

04.06.07 og 05.06.07: Færið þyngist...
Góðan daginn.
Í gær mánudag gengum við 37 km en stefnan var sett á 40 km. Byrjaði ágætlega en endaði með mjög þungu færi þannig að flestir voru orðnir pirraðir og þreyttir í lokin og ekkert gekk. Þá var ákveðið að láta þetta duga þó markmið dagsins hafi ekki náðst. Gott að komast í tjaldið en ein stöngin á mínu tjaldi var sprungin og þurfti að eyða góðum tíma í viðgerðir, brosa, brosa...
Fórum snemma að sofa þar sem við áttum að vakna kl. 05.00 og byrja snemma að ganga en í morgun þriðjudag var mikið rok og ákveðið að leggja sig í tvo tíma aftur. Bara gott en það er enn rok og engin tilhlökkun að skríða úr dúnpokanum. Vonandi komumst við eitthvað áfram í dag (þriðjudag).
Kær kveðja, Marta.


Smellið hér til að sjá bloggsíðuna

Smellið hér til að lesa viðtal við Mörtu í VF

Smellið hér til að kaupa kort

Mynd af bloggsíðu Mörtu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024