Marmeti greiðir launin á morgun
Starfsfólk Marmetis í Sandgerði, sem sagði upp öllu starfsfólki sínu fyrir jólin, má eiga von á að fá greidd laun sín fyrir desember á morgun. Vefur RÚV greinir frá því nú undir kvöld að fyrirtækið hafi ekki greitt laun fyrir desember og að Verkalýðsfélagið í Sandgerði hafi reynt án árangurs að fá eigendur til að gera upp við starfsfólkið.
Fiskvinnslan Marmeti tók til starfa í Sandgerði í fyrravor. Fyrirtækið fjárfesti í búnaði og húsnæði fyrir 600 milljónir króna, gerði fjárfestingarsamning við ríkisstjórnina og ívilnunarsamning við Sandgerði sem fól í sér afslátt á fasteignaskatti í tíu ár. Fjörutíu starfsmenn voru ráðnir til fyrirtækisins og það hóf fljótlega útflutning á fiski til Bandaríkjanna og Evrópu.
Sjá frétt RÚV hér.