Markvarða-hefðin
Markvarðahefðin hefur verið brotin hjá Keflavík. Félagið hefur alltaf haft á skipa markvörðum af heima-slóðum sem margir hafa orðið meðal bestu markvarða landsins og leikið í landsliði. Má þar nefna Þorstein Ólafsson, Þorstein Bjarnason, Bjarna Sigurðsson og Ólaf Gottskálksson svo nokkrir séu nefndir í stórum hópi. Þorsteinn Bjarnason hjálpar til með markmannaþjálfun hjá Keflavík og hann er hér með Gunnleifi Gunnleifssyni, sem lék áður í marki KR, að hita upp fyrir æfingaleik gegn Skallagrím á dögunum.