Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Markþjálfun fyrir 8. til 10. bekk  í grunnskólum á Suðurnesjum
Á myndinni eru Kristín Hákonardóttir,Ingólfur Þór Tómasson,Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir,Katrín Júlía Júlíusdóttir,Margrét Birna Garðarsdóttir og Sara Kristinsdóttir.
Miðvikudagur 26. ágúst 2015 kl. 19:47

Markþjálfun fyrir 8. til 10. bekk í grunnskólum á Suðurnesjum

Nokkrir ástríðufullir markþjálfar sem starfa undir heitinu Markþjálfahjartað eru að fara af stað með áhugavert tilraunaverkefni í samstarfi við grunnskóla á Suðurnesjum. Einlægur áhugi þeirra er að koma markþjálfun sem uppbyggilegu afli inn í skólastarfið. Markþjálfarnir hafa ákveðið að gefa alla vinnu sína við þetta tilraunaverkefni og veita nemendum þannig tækifæri á að uppgötva nýjar aðferðir til að ná markmiðum sínum og bæta námsárangur.

„Við viljum gefa nemendum kost á að nýta markþjálfun til þess að styrkja sjálfsmyndina“ segir Ingólfur Þór Tómasson, markþjálfi í Reykjanesbæ og meðlimur Markþjálfahjartans.  

Verkefnið snýst um að bjóða nemendum 8. til 10. bekkja á Suðurnesjum að taka þátt í þessu tilraunaverkefni. Akurskóli, Holtaskóli, Stóru-Vogaskóli ,Grunnskólinn í Sandgerði og Myllubakkaskóli hafa þegar ákveðið að taka þátt. Markþjálfahjartað vill einnig hvetja stjórnendur skóla sem hafa áhuga á að nýta Markþjálfun í sínum skóla að hafa samband.

„Við í Markþjálfahjartanu viljum hvetja alla sem koma að skólastarfi  á einn eða annan hátt að nýta tækifærið og sjá hvernig markþjálfun getur komið að uppbyggilegum notum í skólastarfi,“  segir Ingólfur Þór.

Allar nánari upplýsingar veitir Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir verkefnastjóri verkefnisins í síma 866-8450 eða með því að senda henni tölvupóst á netfangið [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024