Markið er sett á fullbúna Ljósanótt
Undirbúningur fyrir Ljósanótt 2022 er hafinn og fer hátíðin fram dagana 1.–4. september næstkomandi. Markið er sett á fullbúna hátíð með dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags. Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar hvetur alla hagsmunaaðila til að taka höndum saman um að skapa frábæra Ljósanótt 2022. Allir sem luma á góðum hugmyndum eða hafa áhuga á að leggja hátíðinni lið með fjölbreyttum hætti eru hvattir til að setja sig í samband við menningarfulltrúa Reykjanesbæjar.