MARKHÓPUR FÍKNIEFNASALA ER 14-16 ÁRA UNGLINGAR!
Sölumenn gefa unglingum sýnishorn til að koma þeim á bragðiðFíknefnafulltrúi lögreglunnar í Keflavík, Arngrímur Guðmundsson, kynnti á fundi Tómstunda- og íþróttaráðs þann 25. ágúst síðastliðinn, skýrslu um fjölda unglinga sem tengst hafa fíknefnamálum á fyrri hluta þessa árs. Á fyrstu sex mánuðum ársins hafði lögreglan bein afskipti af 6 nýjum fíknefnaneytendum á aldrinum 14-16 ára, átta á aldrinum 16-18 ára og 9 á aldrinum 18-20 ára. Þá segir Arngrímur í skýrslunni að á fíknefnaskrá lögreglunnar í Keflavík séu í dag 128 virkir neytendur fíkniefna á Suðurnesjum.