Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Markaðsstofa Suðurnesja opnar upplýsingamiðstöð og vefsíðu
Fimmtudagur 2. júlí 2009 kl. 10:14

Markaðsstofa Suðurnesja opnar upplýsingamiðstöð og vefsíðu


Markaðsstofa Suðurnesja opnaði í gær nýja og glæsilega upplýsingamiðstöð og bækistöð í verslunarmiðstöðinni við Krossmóa 4 í Reykjanesbæ. Samhliða var nýrri netsíðu stofunnar hleypt af stokkunum en hún var opnuð með formlegum hætti af bæjastjórunum í Reykjanesbæ og Grindavík.

Markaðsstofa Suðurnesja var stofnuð í byrjun þessa árs að frumkvæði Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Tilgangur hennar er að innleiða faglegt og samræmt markaðsstarf meðal ferðaþjónustuaðila á Suðurnesjum, byggja upp öflugan gagnabanka um hvaðeina er lýtur að þjónustu við ferðamenn og markaðssetja Suðurnes og Reykjanesið fyrir ferðamönnum. Er upplýsingamiðstöðin liður í þeirri áætlun. Markaðsstofan mun einnig hafa með höndum samskipti við opinbera aðila eins og Ferðamálastofu um markaðssetningu svæðisins erlendis og innanlands.
Framkvæmdastjóri stofunnar er Kristján Pálsson og en starfsmenn hennar eru tveir. Vefsetur stofunnar er á slóðinni www.reykjanes.is
---


VFmynd/elg – Bæjarstjórarnir í Reykjanesbæ og Grindavík, þau Árni Sigfússon og Jóna Kristín Þorvaldsdóttir tóku að sér að opna nýja vefsíðu Markaðsstofu Suðurnesja og voru greinilega spennt að sá hvað kæmi í ljós á tölvuskjánum. Þeim til fylltingis var Kristján Pálsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024