Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Markaðsstofa Suðurnesja hefur tekið yfir rekstur upplýsingamiðstöðvar í flugstöðinni
Fimmtudagur 1. júlí 2010 kl. 13:38

Markaðsstofa Suðurnesja hefur tekið yfir rekstur upplýsingamiðstöðvar í flugstöðinni

Markaðsstofa Suðurnesja hefur tekið yfir rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Flugstöð Leifs Eiríkssonar af Sandgerðisbæ með samþykki Isavia ohf. og Ferðamálastofu . Fyrir rekur Markaðsstofan Upplýsingamiðstöð Suðurnesja í Reykjanesbæ. Markaðsstofan hefur jafnframt samið við ITA um að halda úti alhliða bókunarþjónustu í tengslum við Upplýsingamiðstöðina í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á næstu dögum verða gerðar breytingar í komusal á útliti og starfsaðstöðu við Upplýsingamiðstöðina til að geta sinnt bókunarþjónustunni betur. Með því að bjóða upp á aukna þjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vonast Markaðsstofan og Isavia ohf. til þess að erlendir ferðamenn verði ánægðari og öruggari um ferðir sínar um Ísland.


Þeir sem eru á myndinni frá vinstri: Yngvi Örn Stefánsson framkvæmdastjóri ITA, Guðný María Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Isavia ohf., Ólöf Einarsdóttir hjá UMFLE, Helga Erla Gunnarsdóttir hjá UMFLE og Kristján Pálsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024