Mánudagur 29. maí 2000 kl. 13:18
Marijúana á Hafnargötunni
Þrír aðilar voru handteknir á Hafnargötu í Keflavík í síðustu viku. Við leit í bifreið þeirra fannst tæpt kíló af marijúana. Mennirnir eru góðkunningjar lögreglunnar. Þeir viðurkenndu að eiga efnið, og var sleppt að yfirheyrslu lokinni.