Margvísleg umferðarlagabrot á dagvaktinni
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í gær. Annar þeirra innanbæjar í Sandgerði þar sem hann var mældur á 91 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 km og hinn var mældur á 111 km hraða á Grindavíkurvegi, þar sem leyfður hraði er 90 km.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir að nota ekki bílbelti við aksturinn og annar fyrir að stöðva ekki við stöðvunarskyldu.
Síðdegis voru tveir ökumenn kærðir fyrir að tala í farsíma við aksturinn án handfrjáls búnaðar.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir að nota ekki bílbelti við aksturinn og annar fyrir að stöðva ekki við stöðvunarskyldu.
Síðdegis voru tveir ökumenn kærðir fyrir að tala í farsíma við aksturinn án handfrjáls búnaðar.