Margt um manninn á afmæli 88 Hússins
Fjöldi gesta lagði leið sína í 88 Húsið sl. fimmtudag til þess að kynnast starfsemi hússins sem nú hefur starfað í eitt ár.
88 Húsið er menningarmiðstöð ungs fólks á aldrinum 16 - 25 ára og var hún formlega opnuð 9. janúar 2004.
Í húsinu fer fram fjölbreytt starfsemi og má þar nefna kaffihús, tölvuver, snóker- og borðtennisborð, píluspjöld og breiðtjaldssjónvarp.
Í húsinu sem er þrjár hæðir er fundarherbergi til afnota fyrir félög og klúbba og í kjallaranum er salur sem hentar vel fyrir hvers konar tónleika og uppákomur.
Markmið 88 Hússins eru:
Að bjóða upp á heilbrigðan valkost í afþreyingu ungs fólks í Reykjanesbæ.
Að aðstoða ungt fólk við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd
Að vera leiðandi í jákvæðu starfi ungs fólks í Reykjanesbæ í samstarfi við hina ýmsu aðila.
88 Húsið er opið frá kl. 15 - 23:00 á virkum dögum en frá 20 - 23:30 um helgar. Að auki er opið þegar græni karlinn lýsir utan á húsinu.
Starfsemin í húsinu er margs konar og þar er t.d. kaffihús, þar sem gestir geta sest og lesið blöð og tímarit og sopið á fríu kaffi eða djús. Einnig er þar tölvuver með fjórum tölvum, snókerborð og borðtennisborð, píluspjöld og breiðtjaldssjónvarp með þægilegri áhorfsaðstöðu. Í húsinu, sem er þrjár hæðir, er fundarherbergi til afnota fyrir félög og klúbba og í kjallaranum er salur sem hentar vel fyrir hvers konar tónleika og uppákomur.
Af vef Reykjanesbæjar